Rannsóknarsetur skapandi greina í uppsiglingu á Bifröst

Háskólinn á Bifröst undirritaði samning við stjórnvöld í ágúst 2021 um að leiða undirbúning að stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina. Samningurinn er liður í Skapandi Íslandi, aðgerðaráætlun stjórnvalda. Í stjórn undirbúningsnefndar eru einnig fulltrúar Listaháskóla Íslands,  Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Samtaka skapandi greina.

Anna Hildur rakti í fróðlegu viðtali við Kristján Kristjánsson, þáttastjórnanda Sprengisands, hvernig skapandi greinar voru fyrst skilgreindar sem atvinnuvegur á Íslandi árið 2011 og hversu brýnt það sé að koma upp öflugum rannsóknum sem stjórnvöld og stefnumótandi aðilar geti byggt ákvarðanir sínar á. Jafnframt benti hún á nauðsyn þess að efla gagnasöfnun og tölfræði sem snýr að skapandi greinum hjá Hagstofu Íslands.

Hér má nálgast viðtalið við Önnu Hildi.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst