Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun í haust vera með skrifstofu án staðsetningar um land allt.
Það er vestlendingum mikil ánægja að fyrsta stopp Áslaugar hafi verið í samvinnurýminu Röstinni, Snæfellsbæ. Þar bauð hún upp á viðtalstíma fyrir íbúa fyrir hádegi ásamt því að sinna öðrum störfum ráðuneytisins og eftir hádegi bauð hún til opins fundar í Frystiklefanum, Rifi. Þar ræddi hún tækifæri og áherslur ný ráðuneytis.
Við þökkum Áslaugu Örnu kærlega fyrir komuna.
Færslu Áslaugar Örnu um ferðina má finna hér á Facebook síðu hennar.