Stofnfundur ráðgjafaráðs Nýsköpunarseturs Dalabyggðar

Föstudaginn 23. september 2022 klukkan 10.00 verður efnt til fyrsta fundar nýs ráðgjafaráðs sem mun starfa innan Nýsköpunarseturs Dalabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Nýsköpunarsetrinu á 1. hæð Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11.

Ráðgjafaráðinu er ætlað að sameina krafta og þekkingu einstaklinga, með það að markmiði að efla nýsköpun, framkvæmdir og atvinnuuppbyggingu í Dalabyggð. Ráðgjafaráðið er opið öllum áhugasömum sem telja sig geta lagt krafta sína eða þekkingu að mörkum og eru áhugasamir hvattir til að mæta á stofnfundinn 23. september n.k. Engar skuldbindingar fylgja þátttöku, aðrar en vilji til að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Á fundinum verður farið yfir þá styrki, sem eru í boði á næstunni og hvernig verkefni, koma helst til álita fyrir hvern sjóð.

Þeir sem vilja leggja ráðinu lið geta einnig haft samband við Jakob K. Kristjánsson í gegnum netfangið jakob.heima@gmail.com

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst