Regus býður upp á skrifstofu aðstöðu og fundarrými á Aðalgötunni í Stykkishólmi
Möguleikarnir eru endalausir fyrir þau sem vilja stunda viðskipti í hjarta Vesturlands á norðanverðu Snæfellsnesi. 30 vinnustöðvar á fjórum skrifstofum standa til boða í húsinu og þannig geturðu sniðið þér stakk eftir vexti, allt eftir því hversu mikið eða lítið pláss þú þarft. Einnig standa haganlega hönnuð fundarherbergi til boða ef þörf krefur. Best af öllu eru samt notalegu sameiginlegu rýmin þar sem þú getur rætt málin við aðra frumkvöðla. Húsið er miðsvæðis í Stykkishólmi við Breiðafjörð, sem er rómaður fyrir náttúrufegurð og fjölskrúðugt dýralíf. Akstursleiðin frá Reykjavík er 171 kílómetri. Hægt er að taka leið 57 með Strætó frá Reykjavík til Borgarness og skipta þar yfir í leið 58.
Þarna er allt til alls, hröð WiFi-tenging sem nær um allt húsið og starfsfólk frá okkur sem er boðið og búið að hjálpa þér. Þetta er streitulaust umhverfi þar sem þú getur tekið þér hlé eftir vel unnið verk og slakað á í kyrrð og ró. Í húsinu er mikil náttúruleg birta og í sveigjanlegu, opnu vinnurýmunum er nóg pláss til að ræða málin og skiptast á hugmyndum. Að vinnudegi loknum er hægt að njóta alls þess sem bærinn hefur upp á að bjóða, hvort sem það eru söfn, verslanir, veitingastaðir eða listasýningar. Svo má líka bara horfa til himins og láta hrífast af norðurljósunum.
Reguswww.regus.is
Staðsetning: Aðalgötu 10 í Stykkishólmi.
Heimasíða: Regus
Verðskrá:
Tækjabúnaðar: Skrifstofurými með skjám og fundarherbergjum
Þjónusta: Opið 24/7 og afnot af fundarherbergjum