Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki er fjölbreyttur, síbreytilegur og á hendi margra aðila.
Atvinnuráðgjafar SSV eru með puttann á púlsinum og veita aðstoð við styrkumsóknir.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands.
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og hlutverk hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans.
Markmið Lóu er að auka við nýsköpun á landsbyggðinni.
Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins til árs í senn. Hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20 milljóna króna styrk.
Upplýsingar um fjölda stuðningsaðila sem koma að upplýsingagjöf, fjárfestingum, styrkjum eða lánveitingum til handa frumkvöðlum og fyrirtækjum er að finna á neðangreindum hlekk.