
Forvitnir frumkvöðlar – Gerð styrkumsókna
Það er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlstrarröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“ sem haldinn verður þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12.
Þórunn Jónsdóttir fer yfir gerð styrkumsókna, en hún hefur skrifað yfir 300 umsóknir á sínum ferli. Markmið Þórunnar er að deila þekkingu sinni og reynslu sem víðast, enda trúir hún því að allir geti skrifað árangursríka styrkumsókn ef þeir fá góðan stuðning og réttu tólin til að ná árangri.
Fundurinn verður haldinn á TEAMS og verður hægt að skrá sig á með því að smella hér. https://events.teams.microsoft.com/…/9d72c3ac-ac1a-47fb…
Fundurinn verður haldinn á TEAMS og verður hægt að skrá sig á með því að smella hér. https://events.teams.microsoft.com/…/9d72c3ac-ac1a-47fb…
Við vekjum líka athygli á viðburðinum á Facebook og hvetjum alla sem hafa áhuga og þekkja til áhugasamra frumkvöðla að deila þessu áfram. Hægt er að skoða Facebook viðburinn með því að smella hér.
Sjáumst á TEAMS þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12.
Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna
– Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar
– Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar
Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði. Fjölbreytt fræðsla í boði fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna. Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu!
Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur á að leggja fram spurningar.
Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur á að leggja fram spurningar.
Takið frá tíma:
7. janúar – Frumkvöðlaferlið
4. febrúar – Umsóknarskrif
4. mars – Gervigreind og styrkumsóknir
1. apríl – Skapandi hugsun
6. maí – Viðskiptaáætlun á mannamáli
3. júní – Stofnun og rekstur smáfyrirtækja//ólík rekstarform
7. janúar – Frumkvöðlaferlið
4. febrúar – Umsóknarskrif
4. mars – Gervigreind og styrkumsóknir
1. apríl – Skapandi hugsun
6. maí – Viðskiptaáætlun á mannamáli
3. júní – Stofnun og rekstur smáfyrirtækja//ólík rekstarform
Við höldum svo áfram í september með fleiri spennandi fyrirlestra.
Hvað eru landshlutasamtökin?
Öll sveitarfélög á Íslandi eru aðilar að landshlutasamtökunum, en Landshlutasamtök sveitarfélaga eru hagsmunasamtök sveitarfélaga á tilgreindum starfssvæðum. Meginhlutverk allra landshlutasamtaka er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum.
Öll sveitarfélög á Íslandi eru aðilar að landshlutasamtökunum, en Landshlutasamtök sveitarfélaga eru hagsmunasamtök sveitarfélaga á tilgreindum starfssvæðum. Meginhlutverk allra landshlutasamtaka er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum.